138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi.

517. mál
[17:18]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er þeirrar skoðunar að leiðin sem farin var með neyðarlögunum og þær ráðstafanir sem farið var í við fall bankanna hafi verið þær skástu sem í boði voru. Kannski það hafi verið betra að fara frekar þá leið sem hv. þingmaður nefndi, að keyra bankana í þrot, en það hefði eflaust kostað önnur og jafnvel stærri vandamál en þau sem við eiga við í dag. Við þær aðstæður sem voru við hrun bankakerfisins hafi enginn kostur verið góður. Ég held að leiðin sem valin var hafi verið sú skásta. Hefðu menn farið aðrar leiðir hefðum við kannski ekki þurft að ráðast í lagabreytingar eins og þær sem hér eru ræddar. Ég hafði svo sem ekki undirbúið mig undir þessa spurningu frá hv. þingmanni en mér sýnist að leiðin sem við fórum hafi verið sú skásta, en hún er alls ekki gallalaus.