138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda.

558. mál
[13:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með breytingum á þessum lögum er kveðið á um það að allt starfsfólk hafi sömu réttindi til að sækja fé í fræðslusjóði til endurmenntunar, óháð því hvort atvinnurekendur þeirra hafa valið að vera í Samtökum atvinnulífsins eður ei. Þess vegna segir Samfylkingin já við þessu frumvarpi. (Gripið fram í.)