138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[03:19]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil gera grein fyrir hjásetu minni og félaga minna í Sjálfstæðisflokknum. Hér er verið að bera undir atkvæði pakka af breytingartillögum og eru ýmsar þeirra til bóta. Sumar þeirra hefði ég reyndar kosið að væru á annan veg en í ljósi þess að það virðist vera meiri hluti fyrir þessu máli og þessum breytingartillögum munum við ekki leggjast gegn þeim og kjósum að horfa alla vega á það í breytingartillögunum sem til bóta horfir. Hins vegar eru þarna enn atriði sem við getum ekki fallist á þannig að við munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu en ég mun nánar gera grein fyrir afstöðu okkar til málsins þegar kemur að atkvæðagreiðslu um greinarnar svo breyttar.