138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

670. mál
[16:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um fjöldamargar breytingar, sumar nauðsynlegar, aðrar minna. Í frumvarpi sem stjórnarliðar ætluðu að samþykkja þann 16. júní komu í ljós alvarlegar villur í vinnslu nefndarinnar og er það vel að þessi frestur fékkst þannig að menn gátu leiðrétt þetta. Það var of mikill hraði, málið var unnið á nóttunni eins og ég benti á þegar við ræddum það 16. júní. Starfið síðan hefur borið þann ávöxt að nú vonast ég til að frumvarpið sem ég flyt í nefndinni sé nokkurn veginn villulaust. Ég segi já.