138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

staða heimilanna.

[10:44]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Hér fjallaði hæstv. forsætisráðherra um hin ýmsu mál en þó alls ekki um það sem ég spurði. Kannski var inngangurinn of langur hjá mér þannig að ég skal reyna að einfalda spurninguna. Hún er einfaldlega þessi: Hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert til að bregðast við þeim breytingum sem verða varðandi skuldastöðu heimila og fyrirtækja vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. þær breytingar sem verða núna í október á þessu ári þegar ekki verður lengur hægt að framlengja frystingu lána?