138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:49]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Á okkur, þingmönnum hér í salnum, hvílir mikil ábyrgð, gríðarleg ábyrgð. Við höfum fengið tillögur frá þingmannanefnd sem við kusum til að fara í gegnum niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis og móta tillögur um viðbrögð þingheims við þeim.

Ég ber mikla virðingu fyrir starfi þingmannanefndarinnar og tek mjög alvarlega þær tillögur sem frá henni koma, en það upphefur ekki að skyldan hvílir á mér eins og okkur öllum í þessum sal að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort við teljum að tilteknir ráðherrar hafi gerst sekir um vanrækslu og skuli dregnir fyrir landsdóm.

Nefndin er að sönnu heldur ekki einróma í afstöðu sinni, hún er þríklofin, og við þær aðstæður er hreint ábyrgðarleysi að þingmenn fari ekki í sjálfstæða athugun á þeim gögnum sem koma frá nefndinni og í því efni er grundvallaratriði að við fáum (Forseti hringir.) fullan aðgang að öllum þeim gögnum sem nefndin hafði til hliðsjónar við ákvörðunartöku sína.