138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:03]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður sem hér stendur ætti hugsanlega að biðjast afsökunar? Hafi ég sagt þetta með þessari ónákvæmni eins og hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir skilur það, bið ég hana afsökunar. Slík var ekki meining mín. Meining mín var bara að segja að ekki hefði verið skilað áliti af hálfu nefndarinnar sem hægt væri að mæla fyrir þar sem ég hafði rökin frammi í málinu og það sagði ég að hefði valdið mér vonbrigðum. Ég hefði kosið að sjá slíkt álit. Til þess að geta tekist á í málefnalegri umræðu þurfa bæði sjónarmiðin að liggja skriflega fyrir þingheimi.