138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:28]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Það gerir enginn lítið úr því að þetta mál hefur verið erfitt fyrir þing og fyrir þjóð og þessi síðustu tvö ár síðan bankarnir féllu hafa verið íslenskri þjóð mjög erfið. Ég get sagt það fyrir mig að sú atkvæðagreiðsla sem við tökum nú þátt í núna er mér ekki erfið. Ég held að ég hafi aldrei verið jafnsannfærð um nokkra atkvæðagreiðslu á hinu háa Alþingi. Það er í mínum huga ekki hægt að finna nein lagaleg rök fyrir því að ákæra eigi fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fyrir vanrækslu eða stórkostlegt hirðuleysi, fyrir ásetning eða stórkostlegt hirðuleysi. Ég segi nei.