139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

mál á dagskrá.

[16:25]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég athugaði þetta fyrir helgi, á föstudaginn, hvað þessari fyrirspurn liði, hvort ég gæti svarað henni í dag. Þetta er reyndar svipuð ef ekki sama fyrirspurn og hv. þingmaður var með fyrir nokkrum vikum. Mér var sagt að fyrirspurnin væri nýlega komin inn, í síðustu viku. Hún var þess eðlis að það þurfti að fara með hana í annað ráðuneyti sem er með neyslustaðalinn. Það er verið að skoða hann til þess að fá umsögn hjá því ráðuneyti.

Fyrirspurnin var því ekki tilbúin til svars og það er ástæðan fyrir því að ég get ekki svarað henni í dag. Ég geri það alveg örugglega í næsta fyrirspurnatíma hafi ég þá fengið umsögn félagsmálaráðuneytisins um stöðu málsins.