139. löggjafarþing — 30. fundur,  17. nóv. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[15:38]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir þessi málefnalegu og uppbyggilegu viðbrögð hv. þingmanns. Ég held að hann skilji það auðvitað manna best, enda fær lögmaður í fyrra starfi, að það er auðvitað rétt að fara yfir þessa hluti í heild sinni og þar mun ekkert skorta á í upplýsingagjöf í nefndinni, fyrir liggja allar næmnigreiningar. En við vitum auðvitað líka og sjáum það að mikil harka er af hálfu lögmanna erlendra kröfuhafa sem sitja mjög yfir höfðum stjórnenda fjármálastofnana og mér finnst algjör óþarfi að við gerum þeim lífið léttara við að torvelda okkur úrlausn þessara mála.