139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:24]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel ekkert óeðlilegt við að styðjast við þær reglur sem gilda um félagsdóm ef þær þykja góðar. Staðreyndin er sú að menn reyna að skipa í félagsdóm og landsdóm óháð þeim málum sem fyrir dóminum liggja. Það er hið æskilega í stöðunni. Í landsdóm var kjörið árið 2005. Þá lágu engin mál fyrir dóminum. Sú yrði hins vegar reyndin ef skipa þyrfti í landsdóm að nýju núna. Þá væri vitað hvaða mál liggur fyrir landsdómi þannig að þetta er miklu eðlilegra og málefnalegra hvað það snertir. Síðan er hitt, þegar landsdómur hefur tekið mál fyrir er eðlilegt að þeir sem þar sitja ljúki því. Að auki eru þessar málefnalegu (Forseti hringir.) forsendur einnig til að hyggja að.