139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[20:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og tek undir með honum þegar hann nefnir gott vinnulag og góðan anda í hv. fjárlaganefnd. En mig langar til að spyrja hvort hann sé ekki sammála mér um að ríkisábyrgðunum hefði átt að aflétta við einkavæðingu bankanna og þegar Lánasjóður landbúnaðarins var færður yfir til Landsbankans hf. árið 2005, hvort vandinn liggi ekki þarna, að ríkisábyrgðunum var ekki aflétt á þessum tíma.

Einnig vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann telji það ekki vera í samræmi við góða reikningsskilareglur að skuldbinding, sem hv. þingmaður fór ágætlega yfir í ræðu sinni að innheimtist líklega ekki, sé færð yfir í efnahagsreikning eins og aðrar skuldbindingar ríkisins.