139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:29]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér er í 5. lið á bls. 3 talað um skatta á vörur og þjónustu. Við sjáum reiknaðar tölur þeirra hækkana í bandormi sem enn hefur ekki verið afgreiddur út úr nefnd. Flestar þessara hækkana fara beint inn í lán fólksins í landinu. Það eru öfugmæli, frú forseti, að koma með stórar og miklar tillögur um skuldavanda heimilanna og leggja svo fram fjárlagafrumvarp sem eykur skuldavanda heimilanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)