139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:39]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Hér er gert ráð fyrir fjárveitingu til stjórnlagaþings upp á samtals 236 millj. kr. á næsta ári. Þegar hefur verið varið til þessa verkefnis í heild sennilega einhvers staðar á bilinu 300–350 millj. kr. og allar líkur eru á að vegna framlengingar á starfstíma stjórnlagaþingsins sem kjörnir stjórnlagaþingsfulltrúar hafa boðað bætist við a.m.k. 140 millj. Ég vek athygli á þessu við umræðuna nú vegna þess að hér koma þingmenn hver á fætur öðrum tárvotir út af niðurskurði á hinum ýmsu sviðum ríkisfjármálanna en þarna er greinilega um næga fjármuni að ræða.