139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:46]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins. Athugasemd mín lýtur að aðalskrifstofum ráðuneyta almennt. Við samanburð á fjárlögum 2010 og fjárlagafrumvarpi 2011 kemur í ljós að aðalskrifstofur ráðuneytanna ná ekki þeirri sparnaðarkröfu sem stjórnsýslustofnun er ætlað að ná.

Í frumvarpinu er gerð almenn 9% sparnaðarkrafa til stjórnsýslustofnana. Ég tel því eðlilegt að sparnaðarkrafan til aðalskrifstofanna almennt verði aukin, að við náum þar með markmiðum fjárlagafrumvarpsins um hagræðingu og sækjum okkur auknar tekjur.