139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:56]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Hér er dæmi um fjárlagalið sem á að flytja heim í hérað. Þessir ágætu liðir sem varða náttúrustofur víða um land þiggja molana af borði miðstýringarvaldsins ár eftir ár og ég lít svo á (Gripið fram í.) að þessa liði eigi að færa klárlega heim í hérað í stað þess að þeir þurfi að þiggja allt sitt frá sjóðum úr Reykjavík.

Fjárveitingavaldið úthlutar þessum stofum eftir sem áður og þess vegna eru þær gjörsamlega háðar miðstýringarvaldinu í Reykjavík. Fjárveitingavaldið til þessara liða á að flytja heim.