139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi sérstakar vaxtabætur og áætlanir þar um, að lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki muni fjármagna 6 milljarða til þess að koma á móts við þessar sérstöku niðurgreiðslur til heimilanna. Þetta er byggt á yfirlýsingu frá aðilum sem birt er m.a. á vef Stjórnarráðsins. Þetta er ekki byggt á lagafrumvarpi en áformin eru byggð á þessari yfirlýsingu og unnið er núna að samkomulagi og útfærslu á því hvernig þessu verði háttað. Ég get ekki svarað öðruvísi.

Varðandi vegaframkvæmdirnar þá er löglegt að gera þetta svona er mér sagt og ég trúi því og treysti, þ.e. í gegnum þau sérstöku félög (Forseti hringir.) sem stofnuð hafa verið.