139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:34]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tek undir orð Lilju Mósesdóttur hér áðan. Ég vil jafnframt bæta við að forgangsröðun — (Forseti hringir.) hv. þm. Lilja Mósesdóttir reifaði hér áðan, afsakið, ég vil jafnframt bæta við að það sem skiptir mestu máli í svona er sú forgangsröðun sem viðhöfð er í fjárlagafrumvarpinu. Sú forgangsröðun birtist skýrast þegar kemur að til að mynda Evrópusambandsumsókninni þar sem lagðir eru milljarðar í þá umsókn á sama tíma og skorið er niður til velferðar- og heilbrigðismála. Ég hef gagnrýnt það alls staðar. Þessi afstaða er ekki ný hjá mér og m.a. af þessum sökum get ég ekki stutt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp og þá forgangsröðun sem þar birtist hvað þetta og fleiri þætti snertir.