139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:42]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Hv. þingmanni var boðið í gervi flugu í utanríkisráðuneytið [Hlátur í þingsal.] og eins og hv. þingmaður veit drekka flugur ekki kaffi. Afstaða ríkisstjórnarinnar hefur verið (Gripið fram í.) mætavel skýrð í þessu máli af hæstv. varnarmálaráðherra. Ég vil hins vegar einungis segja [Hlátur í þingsal.] að þetta er í rökréttu framhaldi af samþykkt Alþingis í júní sl. Hér er verið að ljúka þeim breytingum. Þetta er liður í því sparnaðar- og hagræðingarátaki sem þegar hefur fært skattborgurunum 500 millj. kr. án þess að með nokkru móti sé framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga Íslands veikt. (Gripið fram í.) Það skiptir máli. Þessi ríkisstjórn er að framkvæma sama verk (Forseti hringir.) fyrir miklu minni fjármuni og yfir því hljóta hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir og Eygló Harðardóttir að gleðjast með hæstv. varnarmálaráðherra. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.)