139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:30]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég mundi gjarnan vilja bera undir hæstv. fjármálaráðherra hvort nú sé ekki endanlega komið í ljós með þeim gögnum sem lögð eru fram með þessu frumvarpi að þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór í vor var ekki tilgangslaus tímasóun eins og forustumenn ríkisstjórnarinnar héldu fram og margir stjórnarliðar, heldur algerlega nauðsynleg forsenda þess að undið yrði ofan af þeirri ómögulegu stöðu sem stjórnin hafði komið málinu í og því komið í nýjan farveg, farveg þar sem við komum fram sem jafningjar við viðsemjendur okkar og stóðum frammi fyrir þeim sem fullvalda þjóð sem léti ekki bjóða sér neina afarkosti eða þvingunarúrræði.