139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:22]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að kalla frumvarpið góða bandorminn og hafa svo góð orð um breytingartillögurnar. Það er rétt hjá hv. þingmanni, hér er fyrst og fremst um ýmsar þarfar leiðréttingar að ræða í skattamálum og í meðförum þingsins hefur aðeins verið tekið inn ýmislegt ívilnandi, m.a. er þar reynt að mæta sjónarmiðum sveitarfélaganna um með hvaða hætti eigi að leggja á útsvar til framtíðar Einnig eru settar inn heimildir til greiðsludreifingar fyrir atvinnufyrirtækin í landinu sem eru mikilvæg fyrir starfsemi þeirra á þessum erfiðu tímum. Ég segi já.