139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[12:00]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það stóð til að fresta því til 2014 að gera þá samninga sem komið hefur verið inn á. Við breyttum því síðan í heilbrigðisnefnd, meiri hlutinn ásamt þeirri sem hér stendur, að gera mætti þessa samninga fyrr ef hæstv. ráðherra væri tilbúinn með þá, en nú á að stytta þann tíma í eitt ár. Að mínu mati skiptir það engu máli. Af praktískum ástæðum er ekki hægt að fara í þessa samningagerð um næstu áramót þannig að það skiptir engu máli þó að við frestum því í eitt ár, hugsanlega tvö, þrjú. Það þarf að skoða þessi mál og ákveða á hvaða hraða menn ætla að gera þetta. Það kostar líka peninga. Menn spara hugsanlega peninga þannig að ég tel að þetta skipti engu máli og mun því styðja breytingartillöguna.