139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[13:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. (Fjmrh.: Mundu eftir aðventunni.) Muna eftir aðventunni? Já, það mættu fleiri muna eftir henni og vera ekki að demba sköttum á land og þjóð. [Hlátur í þingsal.]

Hér greiðum við atkvæði um miklar skattahækkanir. Bent var á aðra leið, frú forseti. Hún var ekki farin. Bent var á aðra leið sem gefið hefði þessari þjóð von og bjartsýni en þessi ríkisstjórn heldur áfram þrátt fyrir að allt sé logandi í merkjum um að það stefni í ógöngur. Það er minni fjárfesting en nokkurn tíma áður. Fjárfesting er forsenda þess að skapa atvinnu. Það er eins og menn vilji ekki atvinnu. Það eru líka merki um að hagvöxtur sé að minnka, hann sé minni en við ætluðum. Hagvöxturinn er líka forsenda þess að fólk geti haft það gott. Það er brottflutningur úr landi sem er enn eitt merkið. Mér finnst þetta skelfileg stefna, frú forseti, og ég segi nei.