139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

útfærsla á 110%-leið í skuldamálum.

[15:26]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Það er ekki til neitt sem heitir hófleg yfirveðsetning. Yfirveðsetning er í eðli sínu ekki hófleg. Fólk er ekki fífl og það mun átta sig á því að þau úrræði sem á borðinu eru eru engin úrræði og 6 milljarða vaxtabætur ná ekki að bæta fyrir forsendubrestinn og slefa ekki einu sinni upp í þá 15,6 milljarða hækkun sem hefur orðið á lánum út af gjaldtöku ríkisstjórnarinnar.

Forseti. Ég er venjulega kurteis hér í ræðustóli en mér detta bara tvö orð í hug, annað er blekking og hitt er lygi.