139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

Evrópusambandið og stöðvun hvalveiða.

399. mál
[17:33]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég held að það fari ekki fram hjá þeim sem litast um og reynir að horfa fram á veginn að það verður ekki mjög lengi sem Íslendingum helst það uppi að stunda iðnaðarveiðar á hvölum í kringum landið, enda um alþjóðlega stofna að ræða, þvert á það sem látið er í veðri vaka hér í umræðunni. Það hefur lengi verið ljóst að það yrði ákaflega erfitt að ganga í Evrópusambandið og halda áfram veiðum á stórhveli sem við höfum stundað, a.m.k. iðnaðarveiðum svo sem á vegum Hvals hf. Hins vegar gæti það verið kostur í þeim samningaviðræðum sem fram undan eru að reyna að tryggja rétt okkar til að veiða hrefnu og annan smáhval, einkum á byggðaforsendum. Ég spyr ráðherrann hvort það sé með í stefnumörkun ráðuneytis hans gagnvart þessum viðræðum.