139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

Evrópusambandið og stöðvun hvalveiða.

399. mál
[17:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég efast um að stefna okkar í hvalveiðum sé eins vel heppnuð og síðasti hv. þingmaður gat um áðan. Ég held að það séu fleiri en hv. þm. Mörður Árnason sem eru ekki alls kostar ánægðir eða telja að við höfum hina réttu stefnu í hvalveiðimálum.

Hvað varðar hvalveiðar og aðild að Evrópusambandinu verður samið um þær eins og annað í aðildarviðræðunum. Ég held að við munum ná þar einhverri niðurstöðu sem við getum sætt okkur við, þótt ég sé hjartanlega sammála hv. þm. Merði Árnasyni um að það verða væntanlega ekki þær iðnaðarveiðar sem við stundum í dag, enda samþykkir alþjóðasamfélagið það ekki.