139. löggjafarþing — 68. fundur,  1. feb. 2011.

umgengni um nytjastofna sjávar.

203. mál
[15:42]
Horfa

Frsm. sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) (Vg):

Herra forseti. Ég vil í umræðu um þetta frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar mæla fyrir breytingartillögu sem ég flyt sem formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar um gildistökuákvæði þess.

Stefnt var að því að frumvarpið yrði að lögum fyrir áramót og gildistökuákvæðið var miðað við 1. janúar 2011. Ekki tókst að gera frumvarpið að lögum fyrir áramót þannig að þessi breytingartillaga mín liggur fyrir við 2. gr. þess efnis að lögin taki þegar gildi. Það er samstaða í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd um frumvarpið og um breytingartillöguna svo ég hef ekki fleiri orð um það að segja.