139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[18:34]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er hægt að vitna til greiningarfyrirtækja sem höfðu á orði tölurnar sem ég gat um, má þar nefna GAMMA. Eins var leitað til greiningarfyrirtækisins IFS.

Þetta má ekki vera endalaus leikur að tölum. Það er hægt að efast um allar tölur í þessu máli. Það er hægt að efast um allt sem spekingar komast að en við verðum að taka mark á mönnum sem ítarlegast, í krafti lögfræði og hagfræði, hafa farið yfir málið og liðsinnt nefndinni. Ef ekki þeim þá hverjum? (Gripið fram í: Þeir eru ósammála.) Þeir eru ósammála um eitt atriði sem lýtur að dómstólaleiðinni, ég tel að áhættan af nýjum samningi sé minni en af dómstólaleiðinni. Það eru margir sammála mér, (Forseti hringir.) þar á meðal lögspekingar og hagfræðingar og ég tek mark á þessu fólki.