139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[22:39]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er gott hér undir kvöldið að heyra þessa miklu bjartsýni þingmannsins og maður þakkar fyrir að vera með sólgleraugu undir ræðum hans.

Hann hafði þó áhyggjur af einu og það var frammistaðan í atvinnumálunum. Ég held að við eigum, um leið og við vinnum að úrlausn þessa máls sem er mikilvægt til að koma hjólum atvinnulífsins í gang og byggja upp efnahaginn þó að það muni ekki eitt og sér leysa þau mál fyrir okkur, að strengja þess heit að halda áfram því góða samstarfi sem verið hefur um að leita lausna og sóknar í atvinnumálum eins og tókst hjá okkur í gagnaveramálinu fyrir jól, í breytingum á vörugjöldum bifreiða og í átakinu Allir vinna og ýmsu öðru jákvæðu sem okkur hefur tekist. (Gripið fram í.) Við þurfum að ná saman um miklu stærri (Forseti hringir.) og öflugri verkefni í framhaldi af þessum áfanga.