139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

brunavarnir.

431. mál
[16:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Málið sem hér liggur fyrir er frumvarp flutt af umhverfisnefnd til lagfæringa á lögum eftir breytingar sem gerðar voru í desember. Ég ætla bara við þessa umræðu að minna á að þegar málið kom til kasta þingsins í desember voru ákveðin umdeild atriði sem vörðuðu akkúrat 24. gr. sem hér er m.a. undir. Skilningur manna var að sá ágreiningur sem laut að brunavörnum á flugvöllum yrði settur í frekari vinnu í samvinnu umhverfisráðuneytis og innanríkisráðuneytis. Ég árétta að það er mikilvægt að sú vinna eigi sér stað þannig að leyst verði úr þeim hnútum sem vissulega hafa verið uppi í því sambandi en ég álít að frumvarpið eins og það liggur fyrir breyti ekki stöðunni hvað það varðar og vísa til þeirrar vinnu sem á eftir að eiga sér stað í sambandi við samræmingu sjónarmiða (Forseti hringir.) sem hafa verið mismunandi innan kerfisins eins og hv. þingmenn þekkja.