139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

tilkynning um dagskrá.

[15:03]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um klukkan hálffjögur, að loknum dagskrárliðnum óundirbúinn fyrirspurnatími, og er um afnám verðtryggingar. Málshefjandi er hv. þm. Eygló Harðardóttir. Efnahags- og viðskiptaráðherra Árni Páll Árnason verður til andsvara.

Hin síðari hefst stundarfjórðung yfir fjögur og er um framkvæmd skólalöggjafarinnar frá 2008. Málshefjandi er hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir verður til andsvara

Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.