139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

lengd þingfundar.

[19:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er mjög gaman að fylgjast með hæstv. forsætisráðherra sem löngum talaði um stöðu fjölskyldunnar og að gera Alþingi fjölskylduvænt, sem og forseta Alþingis talandi um að Alþingi skuli vera fjölskylduvænn vinnustaður. Hér á að taka út mjög stórt mál … (SII: Forsætisráðherra stjórnar ekki þinginu.) Hann var samt sem áður með skoðanir á þessu í eina tíð og það er hann sem rekur á eftir málinu að mínu mati. Sú ráðstöfun að fresta umræðunni fram yfir miðnætti er vanvirða við málið og auk þess vanvirða við þá hv. þingmenn sem eiga lítil börn heima. (Gripið fram í.)