139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðu hans. Það er ljóst að hæstv. ráðherra er ánægður með samninginn sem er á borðinu. Ég man ekki betur en hæstv. ráðherra hafi jafnframt verið mjög ánægður með þann samning sem kom fyrst og síðan þann samning sem kom í annarri umferð og allt er þegar þrennt er. Nú er kominn þriðji samningurinn og hann er ánægður með hann.

Mig langar að spyrja af því að hæstv. ráðherra virðist meta það svo að meiri áhætta sé af því að fara í dómsmál: Hefur hæstv. ráðherra lagt mat á það hve áhættan gæti orðið mikil — þ.e. við vitum hver ábyrgðin er í heildina, að á versta veg gætum við þurft að borga nokkur hundruð milljarða samkvæmt samningnum sem á að gera — og hver er versta mögulega niðurstaða úr dómsmáli að mati hæstv. ráðherra?