139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:45]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um þriðju útgáfu af svokölluðum Icesave-samningum. Þessir nýju samningar eru vissulega betri en þeir fyrri en ég vil segja að ég tel að mikil mistök hafi verið að hleypa fyrri samningum í gegnum þingið. Sá hræðsluáróður sem hafður var uppi hefur ekki gengið eftir. Í nýju samningunum, þrátt fyrir að vera betri en fyrri samningar, eru enn inni margir þeir áhættuþættir sem voru í fyrri samningum. Þetta eru með öllu ólögmætar kröfur og það eigum við að hafa í huga þegar við metum þetta mál. Það er með fullu eðlilegt að málinu verði lokið í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin taki það í sínar hendur og meti hvort hún vilji ganga til samninga á þessum forsendum eða ekki.

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur gesti á pöllum til að hafa hljóð.)