139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:02]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR vilja 62% landsmanna kjósa um þennan Icesave 3 samning. Þjóðin mun þurfa að axla byrðarnar af samningnum og því eðlilegt og sanngjarnt að hún fái einfaldlega að kjósa um málið. Það er það sem þessi tillaga snýst um og því segi ég já.