139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:24]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg):

Virðulegi forseti. Mitt svar í þessu máli er einfalt nei, að ég er kosinn til að taka ákvarðanir um mál eins og þetta sem ekki henta í þjóðaratkvæði. Svo einfalt er það.

Því er til að svara áskorun frá fyrrum félaga mínum, Þór Saari, um að ég eigi að endurspegla lýðræðisást mína með því að segja já við þessari dellutillögu, að ég ætla að rifja upp fyrir Þór Saari hans lýðræðislegu skyldur. Hann var kjörinn á þing til að styðja það að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvort hún vildi vera í Evrópusambandinu eða ekki. Þór Saari taldi ekki ástæðu til þess. Hann skorar ekki á mig um lýðræði. (ÞSa: Ekki fara með ósannindi hérna.) Ég segi nei. [Frammíköll i þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um ró í þingsal.)