139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:40]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér hefur verið farið ítarlega yfir það hvaða sterk rök hníga að því að senda málið aftur til þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst vegna forsögu málsins vegna þess að þjóðin sendi málið í raun aftur til þingsins eftir harða baráttu í þinginu og eftir að málinu var vísað til hennar.

Ég hefði haldið að hæstv. ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu séð sóma sinn í því, vegna þess hvernig þeir hafa komið fram í málinu og hvernig sagan skráir frammistöðu þeirra, að sýna þjóðinni þá virðingu að láta hana fjalla um málið að nýju. Það er full ástæða til þess, virðulegi forseti, og það er í raun ömurlegt að hlusta á málflutning hv. fylgismanna ríkisstjórnarinnar hvernig þeir reyna að réttlæta það að málið fari ekki aftur til umfjöllunar hjá þjóðinni.

Ég segi já, virðulegi forseti, vegna þess að ég treysti þjóðinni í málinu.