139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég virði ábyrga afstöðu þeirra hv. þingmanna sem styðja samninginn um Icesave og líta til miklu betri samnings og miklu betri stöðu þrotabús Landsbankans sem mjög líklega er vanmetin.

Ég horfi hins vegar meira á áhættu Íslands af þessum samningi sem getur orðið óbærileg, reyndar með litlum líkum. En ég mundi aldrei stíga upp í flugvél með barnabarnið mitt ef 3% líkur væru á að hún hrapaði. En sérstaklega horfi ég til afleiðinga þess ef samningnum yrði hafnað sem lítið hefur verið rætt. Ég tel miklar líkur á að við vinnum málaferli sem kunna að fylgja í kjölfarið enda hef ég engin rök séð um að við eigum að greiða þessa kröfu Breta og Hollendinga. Ég segi nei.