139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[15:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Þeir sem segja já í dag segja já við því að almenningur sé látinn bera klyfjar einkaskulda. Er það séríslensk félagshyggja? Einkaskuldir fólks sem enn fær að fjárfesta og fær meira að segja, í boði þessarar ágætu norrænu velferðarstjórnar, skattaívilnanir. Það er ekkert réttlæti í því fólgið og ég get ekki stutt þessa leið. Ég get aldrei samþykkt að einkaskuldum verði velt yfir á axlir almennings. Ég segi nei.