139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:45]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á þeirri spurningu sem hv. þingmaður bar hér upp. En ef spurningin er einfaldlega sú hvort ég sé sáttur við að ríku ríkin séu með innflutningshömlur á einu vöruna sem fátæku ríkin geta framleitt — ef það er spurningin sem ég var spurður að — þá er ég ekki sáttur við það.