139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:21]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur, við ráðum engu um það í dag hvernig Evrópusambandið þróast, (Gripið fram í: Nei.) það er bara þannig. (Utanrrh.: … hvernig Ísland þróast …) En við gætum hugsanlega, með aðild okkar að Evrópusambandinu, haft eitthvað um það að segja. Þar til að því kemur held ég að fæst orð hafi minnsta ábyrgð. (Gripið fram í.) Ég get ekki svarað hv. þingmanni á annan hátt. Ég bý hvorki í Þýskalandi né í Bretlandi, ég bý á Íslandi og byggi afstöðu mína á því sem ég tel skynsamlegt fyrir íslenska þjóð. Ég hef aldrei þurft á því að halda að sækja eitthvað sérstaklega til stjórnunarhátta eða pólitíkur annars staðar til að byggja skoðanir mínar á. Ég mun halda því áfram, frú forseti, ég les þetta í heild. Ég er eiginlega ósammála flestu sem stendur í þessari greinargerð. Ég fór yfir það mjög skýrt og skilmerkilega. (Forseti hringir.)