139. löggjafarþing — 82. fundur,  28. feb. 2011.

kosning aðalmanna í landskjörstjórn eftir afsögn kjörinna aðalmanna 28. jan. sl. og eins varamanns í stað Sólveigar Guðmundsdóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 12. gr.

[15:36]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er enn einu sinni verið að kjósa pólitíska fulltrúa stjórnmálaflokka í landskjörstjórn. Það er í rauninni fráleit aðferð að sitjandi stjórnmálamenn taki ákvarðanir um möguleika nýrra framboða í næstu kosningum hvort sem um er að ræða lands- eða yfirkjörstjórnir. Þessu valdi hefur verið misbeitt og það er dapurlegt að horfa upp á áframhaldandi samtryggingarkerfi stjórnmálaflokka í þessu efni. Það er vitnisburður um hversu ómögulegt það er fyrir íslenska stjórnmálastétt að tileinka sér opin og lýðræðisleg vinnubrögð. Þessu kerfi pólitískrar samtryggingar á Alþingi verður að breyta. Það verður að koma þessu kosningafyrirkomulagi í betra horf. Það er ekki opið og gegnsætt eins og það er og ég skora á Alþingi að hugsa upp nýjar leiðir til að velja fólk í þessa kjörstjórn. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)