139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

umfjöllun nefnda um skýrslur Ríkisendurskoðunar.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti tilkynnir að með bréfi dags. 23. febrúar sl. hefur forseti óskað eftir því við allsherjarnefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem nefnist Sameining í ríkisrekstri – 4. Innanríkisráðuneyti.

Einnig hefur forseti með bréfum dags. 23. febrúar óskað eftir því við félags- og tryggingamálanefnd og heilbrigðisnefnd að þær fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem nefnist Sameining í ríkisrekstri – 5. Velferðarráðuneyti.

Þetta er í samræmi við reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar sem forsætisnefnd samþykkti 12. febrúar 2008.