139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2009 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samininginn.

545. mál
[15:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir ágæta ræðu. Hér er verið að ræða um tilskipun sem tekur á nýjum vörum, ef svo má segja, á verðbréfamarkaði og á markaði yfirleitt þar sem er notkun á húsnæði til langs tíma.

Eins og áður legg ég til að hæstv. utanríkismálanefnd vísi málinu til allsherjarnefndar væntanlega, sem þarf að gera lagabreytingar og hugsanlega annarra nefnda Alþingis sem þurfa að standa að lagasetningu, því ég lít þannig á að Alþingi eigi að semja og flytja lagafrumvörp.