139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

hækkanir verðtryggðra lána.

[10:45]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Ekki dettur mér í hug að neita því, virðulegi forseti, að skuldastaða heimila hafi versnað verulega. (Gripið fram í.) Það er bara bein afleiðing af því hruni sem við fórum í gegnum og hv. þingmaður getur varla neitað því að lægsta verðbólga sem við höfum haft í sjö ár, sem er núna, hlýtur að hjálpa verulega til að því er varðar skuldir heimilanna. Það er eins og hv. þingmaður sé búinn að gleyma öllum þeim aðgerðum sem allir flokkar á þingi áttu hlut að með því að fara í að lækka skuldir heimilanna. Farið var í 50 aðgerðir og þær eru að skila sér með verulega miklum árangri. Hjá umboðsmanni skuldara voru 2000 einstaklingar með sín mál í greiðsluaðlögun. Þeim hefur fækkað verulega og núna er stefnt að því að ná fjöldanum verulega niður á næstu mánuðum og telur t.d. umboðsmaður skuldara að miðað við þær aðgerðir sem við höfum farið í við greiðsluaðlögun muni verða gjörbreyting (Forseti hringir.) á skuldastöðu heimilanna á næstu mánuðum. Við skulum vona að það gangi eftir.