139. löggjafarþing — 91. fundur,  14. mars 2011.

upplýsingamennt í grunnskólum.

499. mál
[17:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka hv. þingmanni fyrir að vekja máls á þessu. Ég held líka að við sjáum að það skiptir verulegu máli að skólinn taki að sér ákveðið leiðsagnarhlutverk fyrir nemendur í nútímasamfélagi sem eyða æ meiri tíma í tölvunni, á netinu. Það er ekki síst til að virkja þessa nemendur og gera þá öflugri í að takast á við áskoranir og áreiti í nútímasamfélagi sem þessi námsgrein skiptir máli, ekki bara fyrir aðrar námsgreinar heldur líka að átta sig á hinum ýmsu stigum sem finna má í sýndarveruleika netheima. Ég held að að því leyti skipti þessi námsgrein sérdeilis miklu máli því að æ fleiri hliðar mannlegs lífs fara fram á netinu í gegnum tölvuna. Ég tek undir það með hv. þingmanni að þetta skiptir gríðarlegu máli.