139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

lán til Landsvirkjunar.

[10:59]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er mjög gott fyrirtæki og vinnur mjög skipulega og vel að þeim verkefnum sem hún á að vinna að, m.a. í orkumálum og orkuvinnslu. Við höfum séð mörg dæmi um það, t.d. held ég að hún vinni mjög skynsamlega að málum í Norður-Þingeyjarsýslu.

Hitt er annað mál að staða ýmissa fyrirtækja, HS Orku og Orkuveitunnar, er ekki nægilega góð. Það er áhyggjuefni. Þar hefur kannski verið farið of greitt í fjárfestingar, t.d. fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar. Það er það sem við erum kannski að bíta úr nálinni með, hún á erfitt með að fóta sig vegna þess að Orkuveitan stendur ekki traustum fótum núna. Við verðum að vona að það lagist en það er ýmislegt að bæði hjá Orkuveitunni og HS Orku. Ef við tölum t.d. um Helguvík (Forseti hringir.) er ýmislegt þar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að komast þar af stað, (Forseti hringir.) m.a. orkusölusamningar milli þessara aðila og Norðuráls. Málið er í gerðardómi í Svíþjóð. Og það er líka það (Forseti hringir.) að Orkuveitan hefur fjárfest mikið í Hverahlíðarvirkjun, 7 eða 8 milljarða ef ég man rétt, og hún á í erfiðleikum með sína skuldastöðu. (Forseti hringir.) Það er alveg rétt.