139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010.

577. mál
[12:38]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er mjög sammála hæstv. ráðherra um að á meðan ekki er búið að breyta samningum eigi auðvitað að vinna eftir þeim.

Ég tel mikilvægt að málið sofni ekki heldur haldist á stjórnmálavettvangi. Ég bið því hæstv. ráðherra að reyna að koma því þannig fyrir að vandamálið varðandi stúdenta okkar í Svíþjóð verði á dagskrá samstarfsráðherra Norðurlandanna þegar þeir funda, að íslenski samstarfsráðherrann, hæstv. ráðherra Katrín Jakobsdóttir, biðji um að þetta mál verði sérstakur liður á dagskrá þangað til það verður leyst þannig að því sé haldið vakandi á hinum pólitíska vettvangi en fari ekki í einhvers konar biðleik í embættismannakerfinu þar sem ákveðin hætta er á að mál sofni eins og gengur og gerist. Ég legg því til og bið hæstv. ráðherra að hafa það sem lið á dagskrá þangað til málið er leyst þegar hún hittir samstarfsráðherra sína á hinum Norðurlöndunum.