139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

launakjör hjá skilanefndum bankanna.

[10:44]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta svar sem ég hefði kosið að hefði verið afdráttarlausara. Þó að boðað sé frumvarp um þetta efni fannst mér furðulítið látið uppi um innihald þess frumvarps. Ég geri mér það ljóst að skilanefndir starfa fyrst og fremst í þágu og umboði kröfuhafa, en skilanefndir sem starfa á Íslandi starfa fyrst og fremst eftir lögum og reglum íslenska ríkisins. Ef þessar skilanefndir starfa ekki í samræmi við siðferðislegt mat þjóðarinnar verður annaðhvort að breyta siðferðismati þjóðarinnar eða skilanefndanna. Ég geri það að tillögu minni að (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra drífi í þessu máli og að aðgerðir hans verði jafnafdráttarlausar og svarið var loðið.