139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Enginn hefur sýnt fram á samhengi stjórnarskrár og hruns. (Gripið fram í: Jú, jú.) Samt er að mínu mati nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni. Hins vegar var hér valin versta leiðin. Við erum búin að veikja umboð þessara þingmanna sem voru fyrst þjóðkjörnir, síðan orðnir ráðsmenn þingsins og nú eru þeir kosnir til starfa með pínulitlum meiri hluta, m.a.s. minni hluta þingmanna. Í lokin verða málaferli vegna þess að ef einhver tekur ekki sæti riðlast öll röðin á eftir og þá geta þeir sem ekki náðu inn í þennan 25 manna hóp farið í mál. Það er nánast gefið af því að það verður að telja allt upp á nýtt þegar einn fellur út vegna áhrifa á alla hina sem koma á eftir. Þetta verður mjög veikur minni hluti og málaferli. Svo er verið að sniðganga Hæstarétt og að öllu þessu samanlögðu get ég engan veginn stutt málið. Ég segi nei.